FSÍ eignaðist 81% hlut í Icelandic Group í ágúst 2010. Sjóðurinn átti að auki forkaupsrétt á 19% frá Landsbankanum. Félagið var í yfirskuldsett og átti í fjármögnunarvanda.

Næstu misseri fór fram endurskipulagning á rekstri og efnahag  um leið og einstaka einingar voru seldar út úr samsteypunni.  Þannig var í júní 2011 gengið frá sölu á starfsemi Icelandic Group í Þýskalandi og Frakklandi til erlendra fjárfesta og í nóvember 2011 var starfsemin í Bandaríkjunum og tengd starfsemi í Asíu seld til kanadíska félagsins, High Liner Foods.

Lögð var áhersla á að tryggja eignarrétt og stjórn FSÍ á helstu vörumerkjum Icelandic Group en við kaupin fékk High Liner Group nýtingarrétt á þeim til sjö ára. Með ofangreindum viðskiptum varð skuldsetning félagsins viðunandi og gaf rými í frekari rekstrarlega endurskipulagningu á einstaka dótturfélögum og móðurfélaginu á Íslandi.

Á árinu 2015 var sú stefna tekin að selja Icelandic Group í einingum frekar en í heilu lagi. Samstarf og samlegðaráhrif milli félaga samstæðunnar var nánast engin. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að einfalda starfsemi Icelandic Group á Íslandi og færa dótturfélög Icelandic Group beint undir FSÍ. Störf forstjóra, aðstoðarforstjóra og annarra stjórnenda voru lögð niður. Á þessum tíma störfuðu hjá félaginu á heimsvísu um 1.600 manns, þar af um það bil 20 starfsmenn í höfuðstöðvum þess.

Frá því að þessi ákvörðun var tekin hefur starfssemi félagsins í Asíu, Iberica á Spáni, Nýfiskur í Sandgerði, Gadus í Belgíu verið seld til íslenskra aðila tengdum sjávarútvegi en öll þessi félög vinna með íslenskt hágæða hráefni.

Í nóvember 2017 var  Seachill í Bretlandi selt til Hilton Food Group, bresks kjötvinnslufélags, skráð á hlutabréfamarkað í Bretlandi.

Með þeirri ákvörðun sem var tekin í lok árs 2015 tókst að auka virði félagsins umtalsvert.

Virðisaukning Icelandic Group var umtalsverð

Virðisaukning Icelandic Group var umtalsverð

Eitt félag er óselt en það er ITH (Icelandic Trademark Holding) en snemma árs 2016 var eignarhald á vörumerkjum félagsins fært í sérstakt vörumerkjafélag ITH sem sér um markaðssetningu, eftirlit og þjónustu við vörumerkin. Unnið er að framtíðarstefnu og sýn fyrir þetta félag fyrir sölu.