Framtakssjóður Íslands hefur alls fjárfest í samtals 9 fyrirtækjum fyrir um 43 milljarða króna, sem er um 80% af 54,4 milljarða króna hlutafjárloforðum sjóðsins. Framtakssjóðurinn hefur þegar selt átta af þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn hafði fjárfest í: Húsasmiðjuna, Plastprent, Fjarskipti hf (Vodafone), Icelandair Group, N1, Advania, Promens og Invent Farma. Sjóðurinn hefur frá stofnun greitt eigendum sínum til baka um 74,5 milljarða króna.

Heimild Framtakssjóðs Íslands til nýfjárfestinga rann út 28. febrúar 2015. Sjóðnum er áfram heimilt að kalla inn loforð til fjárfestingar til stuðnings þeim fyrirtækjum sem þegar eru í eignasafni hans.

Framtakssjóður Íslands á eignahlut í eftirtöldum fyrirtækjum:

  • Icelandic Group Eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í Icelandic Group er 100%.
  • Invent Invest ehf. Eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands er 38%.
  • IEI II hf. Eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í IEI II hf. er 100%.