Eignarhlutur FSÍ:

  • 49,5%

Í stjórn Promens sitja:

  • Hermann M. Þórisson, stjórnarformaður
  • Herdís Dröfn Fjeldsted, varaformaður (starfsmaður FSÍ)
  • Finnbogi Jónsson
  • Magnús Gústafsson
  • Rannveig Rist

Varamenn

  • Steinar Helgason
  • Bergrún Björnsdóttir
  • Kristinn Pálmason (starfsmaður FSÍ)

Forstjóri félagsins er:

  • Jakob Sigurðsson

Vefsvæði

Skipurit Promens

 

Skipurit – Tempra

Sátt við Samkeppniseftirlitið um Promens

FSÍ hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið dags. 9. mars vegna sameiginlegra yfirráða Framtakssjóðsins og Horns Fjárfestingafélags hf., dótturfélags Landsbankans. Til þess að tryggt sé að starfsemi FSÍ sé í samræmi við ákvæði sáttarinnar hefur sjóðurinn falið starfsmanni sínum að hafa eftirlit með því að einstökum ákvæðum sáttarinnar sé fylgt. Hefur FSÍ haft þá stefnu að kynna efni þeirra sátta sem gerðar eru við Samkeppniseftirlitið fyrir öllum nýjum starfsmönnum og stjórnarmönnum sem Framtakssjóðurinn tilnefnir í stjórnir fyrirtækja. Hefur FSÍ jafnframt tekið eftirfylgni með sáttunum og samkeppnismál almennt með reglubundnum hætti upp á stjórnarfundum sjóðsins.

Hingað til hefur Framtakssjóðurinn kappkostað að birta töluvert magn af upplýsingum á heimasíðu sinni og verður því haldið áfram. Hefur Framtakssjóðurinn birt ársreikninga félaga sem eru í eigu hans og milliuppgjör eftir atvikum auk þess sem tilgreint er hverjir sitji í stjórnum félaganna og stærð eignarhluta Framtakssjóðsins.

Páll Ásgrímsson hjá Juris hefur verið skipaður til þess að sinna eftirliti með starfsemi sjóðsins annast jafnframt reglubundna upplýsingagjöf til Samkeppniseftirlitsins en þar koma fram ýmsar trúnaðarupplýsingar um rekstur fyrirtækja í eigu sjóðsins sem Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir að fá með reglubundnum hætti.

Tryggir Framtakssjóðurinn jafnframt að trúnaðarupplýsingar sem hann býr yfir berist ekki til óviðkomandi aðila.

Rekstur Promens Tempra ehf. sem er innlent félag í eigu Promens hf. er á forræði starfsmanna Promens og hefur FSÍ enga beina aðkomu að þeim rekstri. Tilnefnir FSÍ aðeins stjórnarmenn í móðurfélagið sem skulu fyrst og fremst vinna að því að almennum markmiðum FSÍ um arðsemi af fjárfestingum sjóðsins sé náð. Er sjálfstæði félagsins á samkeppnismarkaði  þannig tryggt.