Stjórn Framtakssjóðsins og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum lífeyrissjóðanna, sem eru almannafé. Markmið reglnanna er að stuðla að góðum starfsháttum og samskiptum.
Umsjón fjármuna sjóðsins felur í sér samskipti við aðila á fjármálamarkaði og útgefendur verðbréfa, einkum hlutafélög. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að starfsmenn sjóðsins rækti slík samskipti í þágu sjóðsins eingöngu. Stjórn sjóðsins áréttar mikilvægi þess að öll slík samskipti séu í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði.

Reglur þessar eru hluti af ráðningarsamningi starfsmanna. Með undirritun ráðningarsamnings skuldbinda starfsmenn sig til að hlíta reglunum eins og þær eru á hverjum tíma.

Siða- og samskiptareglur Framtakssjóðs Íslands í heild sinni.