starfsfolk_herdisHerdís Fjeldsted

Framkvæmdastjóri
Herdís starfaði áður en hún hóf störf hjá Framtakssjóði hjá Thule Investments í fjárfestingarteyminu. Þar áður starfaði hún hjá Spron og hjá Icelandair. Herdís er með diploma í iðnrekstrarfræði af markaðssviði og viðskiptafræði BSc. af alþjóðamarkaðssviði. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

starfsfolk_rebekkaRebekka Jóelsdóttir

Fjárfestingastjóri
Rebekka starfaði hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 2007 til 2014. Frá 2011-2014 starfaði hún í fyrirtækjaráðgjöf við verkefnastjórn og almenna þátttöku í verkefnum. Frá 2009-2011 starfaði Rebekka sem verkefnastjóri í greiningum fyrirtækja í skuldavanda. Samhliða sat hún einnig í Lánanefnd úrlausnarmála og í stjórn Landsels, dótturfélagi bankans. Frá 2007-2009 starfaði hún á Eignastýringarsviði Kaupþings sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Kaupþings. Á árunum 2005-2007 starfaði hún hjá SPRON, m.a sem verðbréfamiðlari hjá Spron Verðbréfum. Rebekka er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.próf í viðskiptafræði frá sama skóla. Rebekka hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

starfsfolk_bjorkBjörk Gunnarsdóttir

Skrifstofustjóri
Björk hefur meira en 20 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, einkum á sviði fjárhagsbókhalds og sem rekstrarstjóri. Hún var framkvæmdastjóri rekstrar hjá Straumi hf. og síðar Gnúpi hf. Hún starfaði áður sem sérfræðingur í einkabankaþjónustu Íslandsbanka og forstöðumaður bakvinnslunnar hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA.  Björk hefur lokið prófi í viðskiptum og rekstrarfræðum frá Háskóla Íslands.

starfsfolk_kristinnKristinn Pálmason

Fjárfestingastjóri
Kristinn lauk Msc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og Bsc. prófi í viðskiptafræði árið 2003 frá sama skóla. Hann starfaði frá árinu 2009 sem verkefnisstjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Vestia ehf. og á árunum 2002-2008 hjá Landsbanka Íslands hf. Þar starfaði hann sem sérfræðingur við fjármögnun á yfirtökum fyrirtækja og við ráðgjöf vegna umbreytingaverkefna fyrirtækja á aðalskrifstofu Landsbankans og skrifstofu í London. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hérlendis.