Hluthafafundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn 21. ágúst. Fyrir fundinum lág tillaga um greiðslu til hluthafa vegna sölu á hlutum í N1 og Advania. Framtakssjóðurinn seldi alla sína hluti í N1 í júní og 8% hlut í Advania til AdvInvest sem er í eigu sænskra fjárfesta. Meðfram sölu var hlutafé í Advania aukið sem styrkir eiginfjárstöðu félagsins. Hlutur AdvInvest í Advania er 58% og hlutur FSÍ er 32%.
Samþykkt var á hluthafafundi FSÍ að greiða ríflega 4,2 milljarða til hluthafa. Frá stofnun FSÍ hefur sjóðurinn þá greitt 31,7 milljarða til eigenda sinna.