Á starfstíma sínum hefur Framtakssjóður Íslands fjárfest í 9 fyrirtækjum fyrir um 43 milljarða króna.

Framtakssjóður hefur þegar unnið með og selt öll þessi fyrirtæki í heilu lagi eða í bútum ef undan er Icelandic Trademark Holding, eiganda vörumerkjanna, Icelandic og Icelandic Seafood.

Eftir aðalfund félagsins 2018 hefur sjóðurinn frá stofnun hans greitt eigendum sínum til baka 86,2 milljarða króna og áætlað er að gangvirði eftirstandandi eigna sé um 4,6 milljarðar króna.

 

Áætlað heildarverðmæti FSÍ frá stofnun er því 90,9 milljarður króna

og vænt innri ávöxtun sjóðsins er 22.6% á ári.

IRR er 22.6%

Heildarverðmæti 90,9 milljarðar

Fjárfestingar Framtakssjóðs:

Advania

Fjarskipti hf (Vodafone)

Húsasmiðjan

Icelandair Group

Icelandic Group

Invent Farma

N1

Plastprent

Promens

Óseld eign: Icelandic Trademark Holding, sem er 100% dótturfélag Icelandic Group og heyrir beint undir Framtakssjóðinn.