Fjarskipti hf (Vodafone): Fjarskiptafyrirtækið Vodafone var hluti af Teymi ásamt Advania þegar FSÍ keypti félagið í ágúst 2010Sjóðurinn kom að endurskipulagningu félagsins, lagði því til aukið hlutafé og skráði það á markað í september 2012. Með viðbótar hlutafé greiddi FSÍ alls um 4.900 milljónir króna fyrir Vodafone. Þegar gengið var frá sölu á síðasta hlut FSÍ í Vodafone í apríl 2013 nam heildarsöluverðið röskum 8.600 milljónum króna.
Hagnaður af fjárfestingu: liðlega 3.7 milljarðar króna
Innri vextir: 46,2%
Heildarávöxtun: 78,6%