Húsasmiðjan fylgdi með í kaupum FSÍ á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum í ágúst 2010. Rekstur félagsins stóð tæpt og var það selt danska byggingavörufélaginu Bygma Gruppen í desember 2011 eftir opið söluferli.
Skömmu áður en gengið var frá sölunni var tilkynnt um endurálagningu skatta á Húsasmiðjuna og um mögulega sekt frá samkeppniseftirlitinu hvort tveggja vegna atburða sem höfðu átt sér stað fyrir kaup FSÍ á félaginu. Þetta varð það til þess að kaupverð FSÍ á Húsasmiðjunni var endurmetið og lækkað. Söluverðið dugði til að gera upp skuldir fyrirtækisins og sektina við Samkeppniseftirlitið.