Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar olíufélagsins N1 árið 2010 eignaðist FSÍ 15,8% hlut í félaginu í september 2011 fyrir tæpar 1700 milljónir króna. Í júní 2012 bætti sjóðurinn við sig 29% hlut sem hafði áður verið í eigu Arion banka og greiddi fyrir það 3.154 milljónir króna.
Eftir frekari skipulagsbreytingar hjá félaginu og skráningu á hlutabréfamarkað voru bréf sjóðsins í N1 seld í lok árs 2013 og um mitt ár 2014. Alls nam söluverð hlutar FSÍ í N1 rúmum 7,5 milljörðum króna og var hagnaður sjóðsins af fjárfestingunni rúmir 2.7 milljarðar króna, innri vextir (IRR) voru 25,2% og heildarávöxtun 55,2%
Hagnaður af fjárfestingu: 2,7 milljarðar króna
Innri vextir: 25,2%
Heildarávöxtun: 55,2%