Þann 8. desember 2009 var Framtakssjóður Íslands (FSÍ) slhf (samlagshlutafélag) formlega stofnaður af sextán lífeyrissjóðum innan vébanda Landssambands líffeyrissjóða. Síðar bættust Landsbankinn og VÍS í hóp eigenda. Tilgangur með stofnun framtakssjóðs var að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs. FSÍ er ætlað að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta erlendis og mun taka þátt í fjárfestingum sem stuðla að hagræðingu eða samruna fyrirtækja. Nánar um hlutverk og stefnu FSÍ.
Algengar spurningar
Hver á Framtakssjóð Íslands?
Eignaraðilar FSÍ þann 30. 06.2011 eru;
- Landsbankinn (27,59%)
- Lífeyrissjóður Verslunarmanna (19,91%)
- Gildi lífeyrissjóður (10,39%)
- Sameinaði lífeyrissjóðurinn (7,72%)
- Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (7,36%)
- Söfnunarsjóður lífeyrissréttinda (6,62%)
- Stafir lífeyrissjóður (5,52%)
- Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (2,76%)
- Festa lífeyrissjóður ( 2,76%)
- Almenni lífeyrissjóðurinn (1,84%)
- Lífeyrissjóður Vestmannaeyja (1,47%)
- Lífeyrissjóður bankamanna (1,24%)
- Lífeyrissjóður Vestfirðinga (1,10%)
- Lífeyrissjóður verkfræðinga (1,10%)
- Eftirlaunasjóður FÍA (0,77%)
- Íslenski lífeyrissjóðurinn (0,68%)
- Lífeyrissjóður Rangæinga (0,58%)
- VÍS hf. (0,55%)
- Framtakssjóður Íslands GP ehf. (0,02%)
Fjárfestir Framtakssjóður í litlum fyrirtækjum?
Einkum er horft til stærri fyrirtækja sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vegna yfirstandandi þrenginga en eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll auk annarra fyrirtækja sem þykja áhugaverðir fjárfestingakostir. Kröfur eru settar um lágmarksstærð fyrirtækja sem fjárfest er í. Sjóðurinn fjárfestir einkum í starfandi fyrirtækjum en ekki í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum enda eru aðrir sérhæfðir sjóðir á þeim vettvangi (Nýsköpunarsjóður og Frumtak) . Markmiðið með starfsemi FSÍ er að ná góðri arðsemi á fjárframlög hluthafa. Ekki eru takmarkanir á eignarhlutdeild FSÍ í fyrirtækjum. Að jafnaði er þó horft til eignarhlutar á bilinu 20-55% sem gefur FSÍ nægileg og hæfileg áhrif á stjórnun viðkomandi hlutafélaga. Ráðgjafaráð er umsagnaraðili um fjárfestingastefnu FSÍ að fenginni tillögu stjórnar FSÍ.