Hluthafafundur var haldinn í Framtakssjóði Íslands miðvikudaginn 11. október. Á fundinum var samþykkt útgreiðsla til hluthafa sem nemur kr. 5,4 milljarða króna til eigenda sjóðsins, sem eru lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóður Íslands greitt alls 74,5 milljarð króna til hluthafa frá upphafi samanborið við innborgað hlutafé upp á kr. 43,3 milljarða króna. Eftirstandandi fjárfestingar sjóðsins eftir þessa greiðslu til hluthafa eru metnar á 14,7 milljarða króna. Ársávöxtun sjóðsins til dagsins reiknast 23% á ári.