Slit félaga í eigu FSÍ – Lok starfstíma

Hlutafélaginu IEI II ehf. sem var að fullu í eigu FSÍ slhf., var slitið og afskráð úr fyrirtækjaskrá í lok desember 2020. Félagið hét áður Promens hf. og hélt utan eignarhluti í dótturfélaginu Promens Group AS sem selt var til RPC Group í lok árs 2014 að undanskildu danska dótturfélaginu MedicoPack AS sem selt var…

Details

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands 2020

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands á árinu 2019 nam um 1.240 milljónum króna. Í árslok 2019 var bókfært eigið fé sjóðsins um 1.696 milljónir króna. Gangvirði fjárfestingaeigna sjóðsins í árslok 2019 var um 2.468 milljónir króna en bókfært verð þeirra á sama tíma var um 1.396 milljónir króna.…

Details

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands 2019

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn miðvikudaginn 29. maí 2019. Hagnaður Framtakssjóðs Íslands á árinu 2018 nam um 395 milljónum króna. Í árslok 2018 var bókfært eigið fé sjóðsins um 2.856 milljónir króna. Gangvirði fjárfestingaeigna sjóðsins í árslok 2018 var um 4.482 milljónir króna en bókfært verð þeirra á sama tíma var um 2.307 milljónir króna.…

Details

Vörumerkið Icelandic afhent íslensku þjóðinni

Vörumerkið Icelandic afhent íslensku þjóðinni

Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. afhentu í dag forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, til eignar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood, að viðstöddum Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Vörumerkin eru í eigu Icelandic Trademark Holding ehf. sem heldur utan um skráningu, vernd og notkun vörumerkjanna…

Details

Framtakssjóður Íslands greiðir 11,7 milljarða króna arð til eigenda sinna skv. ákvörðun aðalfundar félagsins.

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn miðvikudaginn 14. mars 2018. Hagnaður ársins 2017 nam um 15,9 milljörðum króna. Í árslok 2017 var bókfært verð eigna og eigið fé sjóðsins liðlega 14,2 milljarðar króna. Á fundinum var samþykkt að greiddur yrði arður að fjárhæð kr. 11.700 milljónir króna til samlagsmanna. Útgreiðslur skýrast aðallega af sölu á dótturfélagi…

Details

Icelandic Group afhendir Seachill

Icelandic Group hefur lokið við sölu á Seachill, dótturfélagi sínu í Bretlandi, og afhent nýjum eiganda. Kaupandi er breska matvælafyrirtækið Hilton Food Group. Salan var tilkynnt þann 18. október síðastliðinn en afhending félagins til nýs eiganda fór fram í gær, þann 7. nóvember 2017. Söluferlið á Seachill var auglýst í apríl síðastliðnum. Mikill áhugi var…

Details

Icelandic Group selur Seachill

Icelandic Group hefur undirritað samning um sölu á Seachill, dótturfélagi sínu í Bretlandi. Kaupandi er breska matvælafyrirtækið Hilton Food Group. Heildarvirði Seachill í viðskiptunum nemur um 12 milljörðum króna (GBP 84 milljónir). Ráðgert er að félagið verði afhent nýjum eiganda þann 7. nóvember 2017. Söluferlið á Seachill var auglýst í apríl síðastliðnum. Mikill áhugi var…

Details

Framtakssjóður Íslands greiðir 5,4 milljarða til eigenda sinna. Eftir þessa útgreiðslu hefur Framtakssjóður Íslands greitt 74,5 milljarða króna til eigenda sinna.

  Hluthafafundur var haldinn í Framtakssjóði Íslands miðvikudaginn 11. október. Á fundinum var samþykkt útgreiðsla til hluthafa sem nemur kr. 5,4 milljarða króna til eigenda sjóðsins, sem eru lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS.  Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóður Íslands greitt alls 74,5 milljarð króna til hluthafa frá upphafi samanborið við innborgað hlutafé upp á kr. 43,3…

Details

Steinasalir Ganga Frá kaupum á gadus

Reykjavík, 6. júlí 2017 Icelandic Group hf. hefur gengið frá sölu á dótturfélagi sínu Gadus til Steinasala ehf. og hefur afhending félagsins farið fram til. Aðilar höfðu áður tilkynnt um undirritun kaupsamnings í apríl síðastliðnum. Hluthafar Steinasala eru Akur fjárfestingar slhf., Brim hf., Fishproducts Iceland ltd., Hraðfrystihús Hellissands hf., Kambur hf., KG fiskverkun ehf., Oddi…

Details

FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS GREIÐIR 10,2 MILLJARÐA KRÓNA TIL EIGENDA

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn föstudaginn 5. maí. Á fundinum var samþykkt að greiddur yrði arður að fjárhæð kr. 7.000 milljónir til hlutafa. Að auki var samþykkt að hlutafé félagsins yrði lækkað um kr. 3.200.000 að nafnverði. Alls verða því greiddir 10,2 milljarðar króna til eigenda sjóðsins, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Útgreiðslur skýrast…

Details

ICELANDIC GROUP HEFUR SÖLUFERLI Á SEACHILL Í BRETLANDI

Reykjavík, 21. apríl 2017 Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu Seachill í Bretlandi. Seachill er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu á markaðnum þar sem það býður upp á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sinna. Seachill hefur verið í vexti frá stofnun þess árið…

Details

ICELANDIC GROUP SELUR GADUS TIL ÍSLENSKRA AÐILA

Reykjavík, 7. apríl 2017 Icelandic Group hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfélagi sínu í Belgíu, Gadus, til Steinasala ehf. Gadus er leiðandi framleiðslu-, sölu- og dreifingaraðili á ferskum sjávarafurðum. Helstu söluvörur félagsins eru þorskur og lax til smásölu- og heildsöluaðila í Belgíu. Um 7.000 tonn af vörum fara árlega um verksmiðju félagsins og…

Details

ICELANDIC GROUP HEFUR SÖLUFERLI Á GADUS Í BELGÍU

Reykjavík, 10. janúar 2017 Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu Gadus í Belgíu. Gadus sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus…

Details

ICELANDIC GROUP SELUR NÝ-FISK

Reykjavík, 9. desember 2016  Icelandic Group hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfélagi sínu, Ný-Fiskur, til Nesfisks ehf. Vörumerki félagsins ´Icelandic Seafood´ fylgir ekki með í kaupunum. Salan á Ný-Fisk er liður í stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda rekstur félagsins en nýlega seldi Framtakssjóðurinn dótturfélag sitt á Spáni…

Details

NÝ-FISKUR Í SÖLUFERLI

Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi félagsins, Ný-Fiskur, í Sandgerði. Fyrirhuguð sala er liður í stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda rekstur félagsins. Ný-Fiskur er eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um undirritun samnings vegna sölu á Icelandic Ibérica á…

Details

IEI II selur MedicoPack

IEI  II (áður Promens hf.) sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands hefur selt danska fyrirtækið MedicoPack til SP Group í Danmörku. MedicoPack þróar og framleiðir sérhæfðar plastumbúðir og íhluti fyrir lyfjaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu. Erfiðleikar í rekstri fyrirtækisins urðu til þess að það var undanskilið við sölu annarra eigna Promens árið 2014. Árið 2014 var rekstur…

Details

Íslenskir fjárfestar selja Invent Farma

Sjóðir sem leiddir eru af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners hafa náð samkomulagi við hluthafa lyfjafyrirtækisins Invent Farma um kaup á fyrirtækinu. Stærstu hluthafar Invent Farma eru Framtakssjóður Íslands, Silfurberg í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar og fjárfestingarsjóðurinn Horn II. Verðið í viðskiptunum er trúnaðarmál. Apax Partners eru leiðandi á alþjóðavísu í ráðgjöf til framtakssjóða og hafa á…

Details

Söluferli Icelandic Ibérica hafið og starfsemi Icelandic Group einfölduð

Stjórn Icelandic Group hf. hefur ákveðið að hefja opið söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandic Iberica á Spáni. Salan er liður í þeirri stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda og endurskipuleggja rekstur Icelandic Group. Icelandic Ibérica S.A., eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group, er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski…

Details

MedicoPack til sölu

IEI II ehf., sem er að fullu leyti í eigu Framtakssjóðs Íslands slhf., býður allt hlutafé í MediocPack A/S til sölu. MedicoPack þróar og framleiðir sérhæfðar plastumbúðir og íhluti fyrir lyfjaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu. Félagið rekur verksmiðju á Fjóni í Danmörku og viðskiptavinir þess eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki, fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu og spítalar. Sala MedicoPack árið 2015…

Details

Erlendar eignir beint til eigenda

Fréttatilkynning frá Framtakssjóði Íslands Árið 2015 var sjötta starfsár Framtakssjóðs Íslands. Á árinu voru greiddir 2,1 milljarður til eigenda sjóðsins vegna sölu eignarhluta sjóðsins og hafa 33,8 milljarðar verið greiddir til eigenda. Áætlað gangvirði eigna Framtakssjóðsins var metið á a.m.k. 36,6 milljarðar króna í árslok 2015 og hagnaður af rekstri sjóðsins var 595 milljónir króna.…

Details

Brim kaupir starfsemi Icelandic Group í Asíu

Brim hf og Icelandic Group hafa undirritað samning um kaup Brims á starfsemi Icelandic Group í Asíu. Með kaupunum fylgir Brim vörum sínum lengra inn á Asíumarkað. Sala Icelandic Group er rökrétt skref í stefnu félagsins að starfa sem næst neytendum á mörkuðum í Vestur-Evrópu. Icelandic Group hefur um all langt skeið rekið starfsstöð í…

Details

Framtakssjóðurinn semur við AdvInvest um sölu á Advania

Framtakssjóður Íslands hefur komist að samkomulagi við AdvInvest um sölu á 32% hlut sjóðsins í Advania til þess síðarnefnda. Af þessu leiðir að AdvInvest er skuldbundið að bjóða til kaups þá hluta sem eftir standa af öðrum hluthöfum. Eftir kaupin verður Advania væntanlega að öllu leyti í eigu sænska félagsins AdvInvest. Advania verður þó áfram…

Details

Nýfjárfestingatímabili lokið

Heimild Framtakssjóðs Íslands til nýfjárfestinga rann út 28. febrúar síðastliðinn.

Sjóðnum er áfram heimilt að kalla inn loforð til fjárfestingar til stuðnings þeim fyrirtækjum sem þegar eru í eignasafni hans.

Kaupum RPC á Promens lokið

Framtakssjóður Íslands slhf. og Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. hafa lokið sölu á Promens til RPC Group plc. Allir fyrirvarar við tilboð RPC, sem greint var frá í fréttatilkynningu 27. nóvember 2014, hafa verið uppfylltir og hefur afhending og greiðsla farið fram. RPC kaupir allt útgefið hlutafé í Promens Group AS sem er dótturfélag  Promens hf. og…

Details

Yfirlýsing frá Framtakssjóði vegna umræðu undanfarinna daga

Vegna fjölmiðlaumræðu í kjölfar frétta af sölu Promens er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum um Framtakssjóðinn og fyrirtæki í hans eigu:   Framtakssjóður Íslands var stofnaður 2009 og hefur síðan þá komið að endurskipulagningu nokkurra fyrirtækja sem áttu það sameiginlegt að tilverugrundvelli þeirra var ógnað í kjölfar fjármála- og gjaldeyriskreppu sem skall á…

4,2 milljarðar til hluthafa

Hluthafafundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn 21. ágúst. Fyrir fundinum lág tillaga um greiðslu til hluthafa vegna sölu á hlutum í N1 og Advania. Framtakssjóðurinn seldi alla sína hluti í N1 í júní og 8% hlut í Advania til AdvInvest sem er í eigu sænskra fjárfesta. Meðfram sölu  var hlutafé í Advania aukið sem styrkir eiginfjárstöðu…

Details

Öflugir kjölfestufjárfestar kaupa meirihluta í Advania

Stjórn Advania hefur boðað til hluthafafundar þar sem tekin verður fyrir tillaga stjórnar að auka hlutafé félagsins um 2.000 milljónir króna  að markaðsvirði. Hlutafjáraukningin verður nýtt til þess að greiða niður skuldir  félagsins við lánastofnanir og þar með auka eiginfjárhlutfall þess úr tæpum 10% í 22,5%. Framtakssjóður Íslands, sem er eigandi 71,26 prósenta hlutar í…

Details

N1 að fullu úr eigu FSÍ

Framtakssjóður Íslands hefur selt 20,9 prósenta hlut í N1. Eftir söluna á FSÍ ekkert hlutafé í félaginu. Framtakssjóður Íslands eignaðist 45% hlut í félaginu í tvennum viðskiptum árið 2011. Frá þeim tíma til sölunnar nú hefur FSÍ komið að stjórn félagsins og vann að því ásamt öðrum eigendum að undirbúa félagið til skráningar í Kauphöll…

Details

Landsbankinn selur í FSÍ og allan hlut í IEI

Landsbankinn hefur selt 9,9% eignarhlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og allan eignarhlut sinn í IEI slhf., eða sem nemur 27,6% en í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf.  Heildarsöluandvirðið er rúmlega 7 milljarðar króna og eru kaupendur í hópi núverandi hluthafa FSÍ og IEI, en hluthöfum…

Details

Framtakssjóður Íslands hagnast um 7,6 milljarða króna

Árið 2013 var fjórða starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 7.636 milljónum króna, samanborið við 6.111 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 35,9 milljörðum króna en þær voru 29,6 milljarðar á sama tíma 2012. Eigið fé í árslok var 32,2 milljarðar. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði…

Details

Herdís Dröfn Fjeldsted ráðin nýr framkvæmdastjóri FSÍ

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) og tekur við af Brynjólfi Bjarnasyni þann 1. apríl n.k. en hann óskaði nýlega eftir að láta af störfum. Herdís hefur verið fjárfestingastjóri hjá FSÍ frá árinu 2010 og hefur viðamikla reynslu úr sínum störfum af fjárfestingum og umbreytingaverkefnum.  Herdís er með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja…

Details

Skiptingaráætlun FSÍ

Gengið hefur verið frá lækkun hlutafjár FSÍ sem samþykkt var á hluthafafundi til að greiða hluthöfum 3,6 milljarða króna vegna sölu eigna sjóðsins á síðasta ári. Alls hafa því eigendur fengið greiddan tæplega 21 milljarð króna frá FSÍ, en sjóðurinn hefur frá stofnun kallað inn 38 milljarða króna til fjárfestinga. Auk þess hefur sjóðurinn selt…

Details

Síðasti hlutur Icelandair seldur

Framtakssjóður Íslands hefur selt 7% hlut sinn í Icelandair fyrir 6,6 milljarða króna. Þar með er aðkomu FSÍ að Icelandair lokið og á sjóðurinn ekkert lengur í félaginu. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair árið 2010 og var kaupverð sjóðsins á þeim hlut 3,6 milljarðar króna.  Kaupin voru liður í fjárhaglegri og rekstrarlegri endurskipulagningu félagsins…

Details

Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum

Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands hefur óskað eftir því við stjórn sjóðsins að láta af störfum frá og með næsta aðalfundi FSÍ 27. mars næstkomandi. Brynjólfur kom til starfa í byrjun árs 2012 og hefur leitt FSÍ í gegnum kaup og sölu fyrirtækja á tímabilinu, og hefur starfsemi sjóðsins skilað eigendum góðri arðsemi og er…

Details

Mikill áhugi á N1

Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum N1 hf. í almennu útboði sem lauk 9. desember síðastliðinn og bárust alls um 7.700 áskriftir. Útboðið var tvískipt og verða 18% hluta í félaginu seld á 18,01 krónu á hlut í tilboðsbók B en 10% seld á 15,3 krónur á hlut í tilboðsbók A. Heildarstærð útboðsins nemur 280 milljónum…

Details

Kaupum á Invent Farma lokið

Gengið hefur verið frá kaupum Framtakssjóðs Íslands í Invent Farma ehf. og á sjóðurinn nú 38% hlut í félaginu. FSÍ undirritaði fyrir sína hönd og fjárfesta samning um kaup á um 60% hlut í félaginu í ágúst síðastliðnum. Nú hefur öllum fyrirvörum verið aflétt og greiðsla farið fram. Stærstu eigendur Invent Farma nú eru: FSÍ…

Details

Framtakssjóður Íslands kaupir hlut í Invent farma ehf.

Framtakssjóður Íslands hefur skrifað undir samning um kaup á um 60% hlut í samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma ehf. Félagið á og rekur lyfjaverksmiðjur á Spáni.. Fyrirtækjaráðgjöf Straums var ráðgjafi Framtakssjóðs Íslands í viðskiptunum, en kaupsamningur er undirritaður með fyrirvara um niðurstöðu spænskra samkeppnisyfirvalda og mun sú niðurstaða liggja fyrir á næstu vikum. Kaupverðið er trúnaðarmál. Invent…

Details

Arðgreiðsla til hluthafa

Á hluthafafundi Framtakssjóðs Íslands slhf., þann 25. júní var samþykkt að félagið greiddi ríflega 5,6  milljarða króna í arð til hluthafa. Alls hefur sjóðurinn frá stofnun greitt 17,3 milljarða króna til eigenda sinna.

Framtakssjóður Íslands selur 5% hlut í Icelandair Group fyrir 3.275 milljónir króna

Framtakssjóður Íslands hefur selt 5% hlutafjár í Icelandair Group, alls 250 milljón hluti. Meðalverð á hlut var 13,1 krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 3.275 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 350 milljón hluti í Icelandair Group, eða um 7% hlutafjár. Framtakssjóðurinn samdi um kaup á um 30% hlut í Icelandair Group um…

Details

Vodafone úr eigu FSÍ

Framtakssjóður Íslands hefur selt tæp 20 prósent í Fjarskiptum hf. (Vodafone). Eftir söluna á FSÍ ekkert hlutafé í félaginu. Í framhaldi af því hefur Þór Hauksson, stjórnarformaður félagsins og fjárfestingarstjóri hjá FSÍ ákveðið að gefa ekki kost á sér í stjórn félagsins á næsta aðalfundi. Framtakssjóður Íslands eignaðist meirihluta í félaginu í upphafi árs 2010…

Details

6,1 milljarða hagnaður Framtakssjóðs Íslands

Árið 2012 var þriðja starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 6.111 milljónum króna, samanborið við 2.343 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 29,6 milljörðum króna en þær voru 28,2 milljarðar á sama tíma 2011. Eigið fé í árslok var 29,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 99,6%. Eignarhlutir sjóðsins í fyrirtækjum…

Details

Aðalfundur FSÍ 2013

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 20. mars 2013. Fundurinn byrjar kl.16:00.

 

 

Níu milljarðar til hluthafa

Á hluthafafundi Framtakssjóðs Íslands GP ehf. þann 19. desember voru samþykktar breytingar á formi félagsins úr einkahlutafélagi í hlutafélag. Í beinu framhaldi þess fundar var haldinn hluthafafundur í Framtakssjóði Íslands slhf., þar sem fyrir lágu tillögur um greiðslu arðs og niðurfærslu hlutafjár. Á árinu innleysti Framtakssjóður Íslands, með sölu eigna, ríflega níu milljarða króna. Samþykkt…

Details

Meira en tvöföld umframeftirspurn í útboði Fjarskipta

Opna hluta almenns útboðs með hlutabréf Fjarskipta hf. (Vodafone) lauk 6. desember en lokaða hluta útboðsins lauk þann 3. desember 2012. Í opna hluta útboðsins, sem var opinn almenningi, voru 10% hlutafjár félagsins í boði. Íslandsbanki var ráðgjafi Vodafone og seljandans Framtakssjóðs Íslands. Samtals bárust áskriftir fyrir 1.652 milljónir króna í þennan hluta eða sem…

Details

Framtakssjóður Íslands selur 7% hlut í Icelandair Group fyrir 2.625 milljónir króna

– söluandvirði verður allt greitt til lífeyrissjóða og annarra eigenda sjóðsins Framtakssjóður Íslands hefur selt 7% hlutafjár í Icelandair Group, alls 350 milljón hluti. Meðalverð á hlut var 7,5  krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 2.625 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 600 milljón hluti í Icelandair Group, eða um 12% hlutafjár. Framtakssjóðurinn…

Details

Sölu Plastprents lokið

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Kvosar á Plastprenti af Framtakssjóði Íslands. Samningar um söluna voru undirritaðir þann 12. júlí síðastliðið sumar, að undangengnu opnu og vel skilgreindu söluferli. Fyrirvarar voru settir um viðskiptin meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda. Skilyrði samningsins hafa nú verið uppfyllt og er Plastprent því að fullu úr eigu Framtakssjóðs Íslands. Straumur fjárfestingabanki…

Details

Framtakssjóður selur Plastprent

– með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og Kvos ehf. (Kvos) hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu FSÍ.  Samningurinn er niðurstaða opins söluferlis Plastprents sem Straumur fjárfestingarbanki annaðist fyrir FSÍ. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki…

Details

Plastprent ehf. í opið söluferli

Tilkynning  frá Framtakssjóði Íslands Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu FSÍ. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem geta sýnt fram á fjárfestingagetu umfram 250 milljónir króna og búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu…

Details

Framtakssjóður Íslands hagnast um 2,3 milljarða króna

   Fréttatilkynning frá Framtakssjóði Íslands Árið 2011 var annað starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfsemi sjóðsins 2.343 milljónum króna, samanborið við 700 milljónir króna árið áður. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 28,2 milljörðum króna en þær voru 5,6 milljarðar á sama tíma 2010. Eigið fé í árslok var 27,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall…

Details

Brynjólfur Bjarnason til Framtakssjóðs Íslands

 – Fréttatilkynning frá Framtakssjóði Íslands Brynjólfur Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Brynjólfur hefur viðamikla reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann var forstjóri Símans og Skipta hf. 2002- 2010, forstjóri Granda hf. 1984-2002 og framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins frá 1976-1983. Brynjólfur hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og samtaka. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands…

Details

Finnbogi Jónsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands

Finnbogi Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands eftir árangursríkt starf frá stofnun sjóðsins fyrir um tveimur árum. Hann mun taka að sér að sinna ákveðnum stjórnarstörfum fyrir félög sem eru í eigu Framtakssjóðsins. Finnbogi hefur sem framkvæmdastjóri byggt upp öflugan sjóð sem hefur náð mjög góðum árangri á stuttum tíma.…

Details

Framtaks er þörf

Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrirtæki höfðu lent í verulegum erfiðleikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsynlegt að skapa farveg fyrir eðlilegt eignarhald. Fjárfestar, meðal annars…

Details

Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandic Group lokið

Fréttatilkynning frá Icelandic Group Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandic Group lokið Icelandic Group hefur lokið sölu á starfsemi sinni í Bandaríkjunum og tengdri innkaupa- og framleiðslustarfsemi í Asíu. Kaupandi er kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods (High Liner). Endanlegt heildarsöluverð (e. Enterprise value) nam 232,7 milljónum USD sem jafngildir 28,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Til viðbótar…

Details

Bygma kaupir Húsasmiðjuna

Fréttatilkynning frá Framtakssjóði Íslands og Bygma Gruppen A/S   Framtakssjóður Íslands hefur selt rekstur og eignir Húsasmiðjunnar til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma Gruppen A/S (Bygma). Söluferli Húsasmiðjunnar hefur staðið frá því í ágúst síðastliðnum og átti Bygma hæsta tilboð í fyrirtækið. Heildarvirði samningsins nemur um 3,3 milljörðum króna og felur hann í sér að Bygma tekur…

Details

Tæp 90% eigna Framtakssjóðs Íslands á markað á næstu þremur árum

Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR,  N1, Icelandic Group og Promens. Nú er hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting er í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í…

Details

Icelandic Group selur starfsemi í Bandaríkjunum

-Vörumerkið Icelandic Seafood™  áfram í eigu Icelandic Group Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins og Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins kynntu söluna á upplýsingafundi með fjölmiðlum. Icelandic Group hefur selt starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og tengda innkaupa- og framleiðslustarfsemi í Asíu. Kaupandi er kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods (High Liner). Heildarsöluverð (e. enterprise…

Details

Athugasemd vegna Markaðspunkta frá Arion banka

-Yfirlýsing frá Framtakssjóði Íslands Í fjölmiðlum hefur verið vitnað í markaðspunkta frá greiningardeild Arion banka sem bankinn sendi frá sér um Framtakssjóð Íslands. Framtakssjóðurinn gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning greiningardeildarinnar og vill leiðrétta misskilning sem þar kemur fram.  Ýjað er að því að sjóðurinn gæti keypt flest öll fyrirtæki landsins, en staðreyndin er sú að…

Details

Söluferli Húsasmiðjunnar

 – Viðræður hafnar við hæstbjóðanda Frestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum í Húsamiðjuna rann út 2. nóvember síðastliðinn. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, hefur farið yfir þau tilboð sem bárust. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda. Reiknað er með að þær viðræður standi út nóvember og…

Details

Framtakssjóður Íslands selur 10% hlut í Icelandair Group fyrir 2.711 milljónir króna

– söluandvirði verður allt greitt til lífeyrissjóða og annarra eigenda sjóðsins          Framtakssjóður Íslands hefur selt 10% hlutafjár í Icelandair Group, alls 500 milljón hluti til breiðs hóps fagfjárfesta. Meðalverð á hlut var 5,423 krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 2.711 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 950 milljón hluti í Icelandair Group, eða…

Details

Framtakssjóður Íslands býður 10% hlutafjár í Icelandair Group til sölu

Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 18.00 mánudaginn 7. nóvember,…

Details

Söluferli Húsasmiðjunnar

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferli Húsasmiðjunnar í umboði Framtakssjóðs Íslands, hefur farið yfir þau tólf tilboð sem bárust í fyrirtækið og einstakar einingar þess. Nokkrir aðilar voru valdir til áframhaldandi viðræðna og hafa þeir fengið aðgang að frekari gögnum til að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu. Þessir aðilar hafa nú frest til 31. október til að…

Details

Tólf tilboð bárust

Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Húsamiðjuna rann út þann 29.09 sl. og bárust alls tólf tilboð í fyrirtækið og einstakar rekstrareiningar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin. Þegar auglýst var eftir óskuldbindandi tilboðum í Húsasmiðjuna 22. ágúst sl. kom fram…

Details

Framtakssjóður Íslands kaupir 39% hlut í N1

Framtakssjóður Íslands hefur keypt um 39% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka hf. Þar af er 10% hlutur sem fyrrum skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Áður hafði Framtakssjóðurinn keypt 15,8% hlut af Íslandsbanka hf. og Skilanefnd Glitnis. Að því gefnu að kaupréttir í N1 verði nýttir mun Framtakssjóður Íslands fara með…

Details

Gengið frá kaupum FSÍ á 49,5% hlut í Promens hf.

Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) hefur lokið kaupum á 49,5% eignarhlut í Promens hf. Aðdragandi málsins er sá að fyrr á árinu gerði Horn fjárfestingarfélag hf. (Horn) samkomulag við FSÍ um kaup á 40% hlut í Promens og var þar jafnframt kveðið á um kauprétt FSÍ á 9,5% viðbótarhlut í félaginu. Samkomulagið var gert með fyrirvara…

Details

Framtakssjóður Íslands kaupir tæp 16% hlut í N1

Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni.  Jafnframt hefur Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, m.a. lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og…

Details

Afkoma Framtakssjóðs íslands fyrstu 6 mánuði 2011

Afkoma Framtakssjóðs Íslands fyrstu 6 mánuði 2011 -Hagnaður nam 2.540 milljónum króna          Framtakssjóður Íslands skilaði 2.540 milljónum króna í hagnað á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Hagnaðurinn skýrist af hækkun markaðsverðs eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group. Eigið fé sjóðsins við lok tímabilsins nam 20,9 milljörðum króna. Í ársbyrjun 2011 var eignarhlutur Framtakssjóðs  í Icelandair Group…

Details

Húsasmiðjan sett í söluferli

Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ), sem er eigandi alls hlutafjár í Húsasmiðjunni, hyggst selja fyrirtækið og hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast söluna. Óskað er eftir óskuldbindandi tilboðum fyrir 29. september. Auglýsing þessa efnis var birt í dagblöðum í morgun. Ætlun FSÍ er að selja allan eignarhlut sinn en þó kemur til álita að sjóðurinn haldi…

Details

Framtakssjóður Íslands kaupir 40% hlutafjár í Promens

Framtakssjóður Íslands slhf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Meðal þeirra verkefna sem Promens vinnur að um þessar mundir er stækkun á verksmiðju félagsins á Dalvík. Við kaupin minnkar hlutur Horns fjárfestingarfélags hf. í Promens úr 99% í 59%. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á næstu tveimur til þremur árum.

Details

Stjórn Framtakssjóðs Íslands

Á aðalfundi Framtakssjóðs Íslands sem haldinn var 26. maí síðastliðinn var ný stjórn sjóðsins kjörin. Hana skipa: Þorkell Sigurlaugsson, frkv.stj. fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík,  (stjórnarformaður), Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, (varaformaður), Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu-og þjónustusviðs hjá VÍS,  Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs  starfsmanna ríkisins, Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir,…

Details

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands

Aðalfundur Framtakssjóðs Íslands var haldinn í dag. Í máli dr. Ágústs Einarssonar, fráfarandi formanns, kom fram að hagnaður Framtakssjóðs Íslands á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 1,9 milljörðum króna. Á seinasta ári nam hagnaður700 milljónum króna og er heildarhagnaður sjóðsins á fyrstu 16starfsmánuðum því um 2,6 milljarðar króna. Eins og fram hefur komið gaf Ágúst…

Details

Afkoma Framtakssjóðs Íslands 2010

Framtakssjóður Íslands skilaði 700 milljónum króna í hagnað á árinu 2010. Heildareignir sjóðsins í árslok námu um 5,6 milljörðum króna. Árið 2010 var fyrsta eiginlega starfsár Framtakssjóðs Íslands og nam hagnaður af starfseminni 700 milljónum króna. Heildareignir við árslok námu um 5,6 milljörðum króna og eigið fé í lok árs var 4,9 milljarðar króna. Við…

Details

Nýr stjórnarmaður hjá Framtakssjóði Íslands

Jón Steindór Valdimarsson hefur tekið sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hann er fulltrúi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í stjórninni. Jón Steindór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Samtökum iðnaðarins frá 1988-2010, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri, en seinustu þrjú árin var hann framkvæmdastjóri samtakanna. Hann gegndi starfi staðgengils framkvæmdastjóra Vinnumálasambands Íslands 1985-1988.  Jón Steindór hefur gegnt…

Details

Nýir stjórnarmenn hjá Framtakssjóði Íslands

Auður Björk Guðmundsdóttir, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Linda Jónsdóttir hafa verið skipaðar í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Þær hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Auður Björk Guðmundsdóttir lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og BA prófi í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl frá University of South Alabama, USA, árið 1993.  Hún hefur frá…

Details

Nýir stjórnarmenn hjá Framtakssjóði Íslands

Auður Björk Guðmundsdóttir, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Linda Jónsdóttir hafa verið skipaðar í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Þær hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Auður Björk Guðmundsdóttir lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og BA prófi í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl frá University of South Alabama, USA, árið 1993.  Hún hefur frá…

Details

Framtakssjóður hættir viðræðum við Triton

Framtakssjóður Íslands hefur átt í viðræðum við fjárfestingarsjóðinn Triton um kaup á verksmiðjurekstri Icelandic Group undanfarnar vikur. Stjórn Framtakssjóðs Íslands hefur á fundi sínum í dag hafnað tilboði Triton í þessar eignir og er viðræðum lokið. Jafnframt hefur verið ákveðið að selja verksmiðjurekstur Icelandic í Bandaríkjunum og framleiðslustarfsemina í Kína í opnu söluferli. Icelandic mun áfram eiga verksmiðjurnar í Evrópu, sölukerfið um allan heim og skráð vörumerki félagsins.

Details

Yfirlýsing frá Framtakssjóði Íslands

Viðræðum við Triton haldið áfram Framtakssjóður  Íslands og  Evrópski fjárfestingarsjóðurinn Triton hafa  undanfarið átt í viðræðum um aðkomu Triton að eignarhaldi og rekstri  Icelandic  Group.  Ákveðið hefur verið að halda þeim viðræðum áfram.   Gert er ráð fyrir að markaðs- og sölukerfið, sem þjónar íslenskum framleiðendum, verði áfram alfarið  í eigu Íslendinga en að erlenda verksmiðjustarfsemin…

Details

Kaupum Framtakssjóðs Íslands á Vestia lokið

1. desember 2010 Ítarlegri áreiðanleikakönnun lokið Fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlitsins Áformað að selja stóran hlut í Icelandic Group Stefnt að því að setja Húsasmiðjuna í opið söluferli Gengið hefur verið frá kaupum Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum (NBI) með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um fyrirhuguð kaup þann 20. ágúst síðastliðinn…

Details

Framtakssjóður kaupir Vestia af Landsbankanum

20. ágúst 2010 Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Þau félög sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands eru eftirfarandi sjö fyrirtæki, en hjá þeim vinna um 6.000 manns: Icelandic sem áður hét SH og er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með samtals 30 dótturfélög og starfsemi í 14 löndum. Teymi sem er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og…

Details

Framtakssjóður Íslands (FSÍ) eignast um 30% í Icelandair Group

14.júní 2010 FSÍ er að eignast um 30% í Icelandair Group en alls setur sjóðurinn þrjá milljarða króna í félagið. Íslandsbanki átti fyrir viðskiptin 48% hlut í Icelandair Group en með hlutafjáraukningu verður hlutur Íslandsbanka um 30% í Icelandair Group. Framtakssjóður hefur gert bindandi samkomulag við Icelandair Group hf. þess efnis að sjóðurinn muni fjárfesta…

Details