Gengið hefur verið frá kaupum Framtakssjóðs Íslands í Invent Farma ehf. og á sjóðurinn nú 38% hlut í félaginu. FSÍ undirritaði fyrir sína hönd og fjárfesta samning um kaup á um 60% hlut í félaginu í ágúst síðastliðnum. Nú hefur öllum fyrirvörum verið aflétt og greiðsla farið fram. Stærstu eigendur Invent Farma nú eru: FSÍ 38%, Silfurberg (í eigu Friðriks S. Kristjánssonar) 32% og Burðarás 23%.