Framtakssjóður Íslands hefur selt 20,9 prósenta hlut í N1. Eftir söluna á FSÍ ekkert hlutafé í félaginu.
Framtakssjóður Íslands eignaðist 45% hlut í félaginu í tvennum viðskiptum árið 2011. Frá þeim tíma til sölunnar nú hefur FSÍ komið að stjórn félagsins og vann að því ásamt öðrum eigendum að undirbúa félagið til skráningar í Kauphöll Íslands. Félagið var skráð á markað í lok síðasta árs.
Meginmarkmið Framtakssjóðsins með skráningunni voru að félagið uppfyllti skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár, þ.m.t. um eignarhald almennra fjárfesta og fjölda hluthafa. Niðurstaða útboðsins var í takt við þau markmið. N1 er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands og er selt úr eigu sjóðsins að fullu. Áður hefur sjóðurinn selt allan hlut sinn í Fjarskiptum (Vodafone) og Icelandair.
Markaðsviðskipti Landbankans gerðu tilboð fyrir hönd viðskiptavina í bréf félagsins sem leiddi til viðskiptanna.