Auður Björk Guðmundsdóttir, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Linda Jónsdóttir hafa verið skipaðar í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Þær hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi.
Auður Björk Guðmundsdóttir lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og BA prófi í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl frá University of South Alabama, USA, árið 1993. Hún hefur frá árinu 2005 verið framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs VÍS. Á árunum 2002 – 2005 starfaði hún sem deildarstjóri kynningardeildar Olíufélagsins ehf. og þar áður sem kynningarfulltrúi Eimskipafélags Íslands og markaðsstjóri DV.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbanka Íslands. Hún starfaði frá árinu 2007 sem sjóðsstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki og á árunum 1998 – 2006 hjá Kauphöll Íslands. Þar gegndi hún m.a. starfi forstöðumanns skráningarsviðs en var áður sérfræðingur á sama sviði. Á árunum 1994 – 1998 var hún forstöðumaður einstaklingsþjónustu Fjárvangs. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.