Framtakssjóður Íslands hefur selt 7% hlut sinn í Icelandair fyrir 6,6 milljarða króna. Þar með er aðkomu FSÍ að Icelandair lokið og á sjóðurinn ekkert lengur í félaginu.
FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair árið 2010 og var kaupverð sjóðsins á þeim hlut 3,6 milljarðar króna. Kaupin voru liður í fjárhaglegri og rekstrarlegri endurskipulagningu félagsins í kjölfar efnahagsáfalls. Vel hefur tekist til við uppbyggingu félagsins og vöxtur starfseminnar verið góður. Félagið hefur leitt vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustu undanfarin ár.
Sjóðurinn hefur selt hlut sinn í Icelandair í fjórum áföngum á jafnmörgum árum fyrir alls 15,2 milljarða króna.