Á aðalfundi Framtakssjóðs Íslands sem haldinn var 26. maí síðastliðinn var ný stjórn sjóðsins kjörin. Hana skipa: Þorkell Sigurlaugsson, frkv.stj. fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík, (stjórnarformaður), Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, (varaformaður), Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu-og þjónustusviðs hjá VÍS, Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbanka Íslands og Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel.
Varamenn í stjórn eru Helga Indriðadóttir, sérfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Kristján Örn Sigurðsson, frkv.stj. Sameinaða lífeyrissjóðsins, Sigurbjörn Sigurbjörnsson, frkv.stj. Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og Jensína Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbanka Íslands.